Verkefnaskil!

Að skila verkefnum er eitthvað sem ég á mjög erfitt með og sést það best á ólokinni BA ritgerð og ólokinni M.Ed. ritgerð. Og núna hangir B.S. ritgerð yfir mér, ja kannski ekki strax en þessir litlu áfangar sem ég verð að klára fram að jólum áður en hægt er að hella sér út í enn eina lokaritgerðina, sem hvað svo, verður ekki skilað?
Nú sit ég yfir verkefni sem skila átti þann 19. nóv. Ekki afþví að mér finnst verkefnið erfitt, þvert á móti, heldur er þetta eitthver annar fjandi sem heldur mér í heljargreipum og neitar að leyfa mér að halda áfram!
AGALEYSIÐ!!
Já, gæti það verið agaleysið sem hrjáir verkefna-skila-gleðina? Hræðsla við að let go? Gæti verið! Eða, hefur rökhugsun minni tekist að sjá tilgangsleysið í öllum þessum litlu verkefnum, og þá er spurning hvort eitthvað sé að rökhugsunininni!! Eða, gæti verið að verkefnin þjóni ekki þeim tilgangi sem settur er fram að þau geri og ég hafi bara hreinlega uppgötvað það með þeim afleiðingum a’ núna streitist ég á móti við að skila tilgangslaustum verkefnum!!
En, hver er ég að dæma verkefnin, ég sem get ekki einu sinni skila þeim vegna einhverrar tregðu sem er mér óskiljanleg.
Ég náði að sannfæra sjálfa mig í heimspekinámi mínu fyrir 15 árum síðan að ég vildi ekki láta meta mig eftir gráðum sem mér hefði tekist að kaupa mig í gegnum með því að þóknast einhverjum prófessorum (ekki svo að skilja að ég hafi eitthvað á móti þeim, þvert á móti) heldur eftir verðleikum. Sú skoðun situr ennþá föst í mér og gæti m.a. haft áhrif á afkastagetuna og stundvísina við að skila verkefnum! En, ég gæti náttúrulega verið að halda á lofti slakri skoðun.
Mig vantar að einhverjum takist að sannfæra mig um tilgang verkefnaskila, því eins og er virka þau sem þrándur í götu minni og þjóna þeim tilgangi einum að eyðileggja upplifun mína af lífinum. Já, ég hata lífið útaf þessum verkefnaskilum!!
Ég get svosem druslast til að klára þetta og skilað því, en þá taka bara einhver önnur leiðindi við eins og einkunnagjöfin fyrir verkefnið sem oft á tíðum virðist markast af einhvers konar geðþótta þess sem gefur fyrir það. Um daginn fékk ég einkunn, sem ég var hudnóánægð með, fyrir verkefni, sérstaklega með tilliti til þess að ég fékk góða umsögn, ítarleg umfjöllun en markmviss, gagnrýnin góð áhugaverðir punktar! Þannig hvað var málið? Jú, ég skal segja ykkur það! Það var yfirlesturinn sem fór fyrir ofan garð og neðan vegna tímaskorts og verkefnaskilafælni sem orskaði tímahrak. Innhaldið fékk ekki að ráða ríkjum við einkunnargjöfina heldur málfarið sem á stundum var ekki fullkomið en svona almúgalegt!! Þannig að niðurstaða mín verður allt í einu sú að það skiptir sem sagt ekki máli hvað er sagt í þessum verkefnum heldur hvernig!!
Málefnið víkur fyrir málfarið!
Hvað finnst ykkur um það?
Ég bara spyr!
Hafa verður í huga að ég er fyrst og fremst pirruð út í sjálfa mig fyrir athafnarleysið en ekki út í kennara mína og hvet ég alla sem nenna að lesa þetta að hafa það í huga að þetta er ekki áfellisdómur á kennara mína, en gæti verið dómur á markmið náms í Háskólanum og leiðir við að ná þessum markmiðum! Eða hvað?

Hvenær veit maður að maður er að gera rétt?

Hvenær veit maður að maður er að gera rétt í lífinu? Og, hvenær
viðurkennir maður það fyrir öðrum að maður hefur ekki hugmynd um
hvort maður sé að gera rétt? Er maður að gera rétt ef maður gerir
allt sem manni er sagt að gera eða skiptir máli að maður gerir eins og manni
finnst maður ætti að gera? Er allt hið gamla og góða  það eina rétta eða er það sem hver og einn lætur til sem gerir gæfumuninn? Hvenær veit maður að maður er
að gera rétt og hvenær  er maður að endurtaka það sem manni er sagt að
sé rétt? Hvenær er eitthvað rétt og hvenær er eitthvað rétt afþví að
það er búið að ákveða að það sé rétt?

Ég velti þessu fyrir mér. Geri ég rétt ef ég geri allt eins og mér er
sagt, eða getur verið að ég geri rétt þegar ég geri eitthvað í krafti
þess sem ég tel rétt? Hvað er þá, sem skilur mig af frá þeim sem tekur
ákvörðun um að gera eitthvað sem særir og því sem ég tek ákvörðun um að gera
í krafti þess að ég tel að sé rétt? Hver veit, hvenær eitthvað er rétt
og hvenær ekki? Er það sameiginleg ákvörðun einhverra fárra, eða
allra og þá hvernig? Er það hægt,  þar sem mönnum greinir á um hvað er
rétt? Er nokkurn tíman hægt að gera nokkuð rétt? Stundum finn ég mig
í samtali með öðrum sem telja eitt rétt fram yfir annað. Hvað er það
sem ég hef þar af leiðandi rangt fyrir mér ef okkur greinir á um einhver atriði um rétt og rangt . Ef einn segir þetta er rétt og annar eitthvað annað, hvernig veit ég þá hið rétta. Þetta ruglar mig í ríminu, og ég viðurkenni það, um hvað mér ber að gera.
Ég hreinlega veit það ekki og það sem mér finnst í krafti
sannfæriningar minnar stangast kannski á við það sem í krafti, einhvers, því ég veit ekki hvers, viðtekið telst  rétt.

Ég er týnd, og ég viðurkenni það. Ekki eru þjófélagsmálunum um að kenna þau endurspegla meira svona það sem ég er að segja.  Enginn virðist vita neitt um
neitt og þar af leiðandi er ég ekki einu sinni vissu um eitt eða
neitt. Á ég að læra eitthvað utanbókar og mun það fleyta mér áfram í
átt til réttrar breytni eða er það hin frjóa hugsun, ef svo má að
orði komast, sem færir mig nær því sem réttast er? Ég framkvæmi í
krafti sannfæringar minnar, en hvað ef sannfæring mín er úr takti við
það sem viðurkennt er. Og þá spyr ég aftur, viðurkennt af hverjum? Kannski einhverjum sérfræðingum sögunnar! Höfðu þeir þá eitthvað fram
yfir mig sem leyfir þeim að hafa rétt fyrir sér og mér ekki? Er ég í
lagi eða er ég out of this world?

Því spyr ég, eins og ég hafi ekki spurt um neitt nú þegar, hvenær veit maður hvort ákvarðanir manns um hvenig á að
gera hlutina, eru réttir og hvenær er maður búinn að missa vitið
gagnvar ávörðunum sínum?

Ég bara spyr?

Jæja, nú fær maður kannski áheyrn, ef það er það sem maður leitar eftir

Skemmtilegt, þetta blogg. Svo tilgangslaust og svo mikilvægt í senn.
Aldrei tókst mér sem unglingi að halda út dagbók, svo vel mætti vera, fyrir utan nokkrar tilraunir þar sem deginum var nánast lýst í smáatriðum, frá því hvað ég fékk mér í morgunmat til þess sem ég var að læra í skólanum, horfa á í sjónvarpinu og hlusta á í útvarpinu, Rás 2 kom þar sterkt inn með Jóni Ólafs. Jú, og auðvitað voru einhverjar hjartans umræður, ungir piltar og Duran Duran. En, burt séð frá þessum örfáu færslum, tókst mér engan vegin að halda þetta út. Það er líka bara svo leiðinlegt að handskrifa, að mér finnst. Ekki var ég neitt betri í fringrasetningu, en með tilkomu tölva, ég er ekki svo gömul en samt, þetta var nokkuð nýtt undir sólinni þegar ég var unglingu, þá hefur mér farið fram í fingrasetningunni og innsláttarhraðanum. Allar ritgerðirnar í hinum ýmsu háskólum hafa hjálpað til, já, hraðinn kom þar sterkur inn því maður er alltaf í tímaþröng.
En núna er komið blogg! Allt í einu, reyndar fyrir nokkrum árum á blogspot.com, fann ég til nokkurs áhuga á að skrifa hugleiðingar mínar. Getur verið að dagbækur unglingsáranna hafi ekki verið eins freistandi vettvangur afhjúpunnar hugans vegna leyndarinnar sem yfir henni hvíldi? Er ég ein þeirra sem langar að skrifa niður leyndarmál hugsana minna og skilja þau eftir á glámbekk? Kannski er það þess vegna sem ég hef “áunnið” hjá mér áhuga á að skrifa blogg.
Og, nú, er ég hingað komin því enginn nennir að skoða blogspotið lengur. Ég lauma þá kannski inn einhverjum þankargangi þar sem ég verð að koma í orð en vil halda leyndu, því enginn les þar lengur eitt né neitt. Eða, svo virðist vera; ég hef örugglega rangt fyrir mér í þeim málum.
Þannig að verið velkomin að skoða, þið sem nennið að lesa rembinginn sem myndast þegar hugur og hönd tala saman!

Hef ég valið rétt?

Hef ég valið rétt í lifinu, eða hafði ég ekkert um val mitt að segja. Er allt bundið í hlekki sem ákvarða val manns í hvert sinn sem maður stendur fyrir framan það? Henry Bergson, velti þessu fyrir sér og fangaði athygli mína. Innra með mér er ég eins og tímasprengja, langar að gera hitt og þetta og gæti það sjálfsagt, en aftur á móti er eins og aðdráttarafl jarðarinnar, eða meira svona vefur tilviljanna, hvar ég er stodd hverju sinni og hver ég er í það sinnið sem veldur vali mínu. Við erum vefur, en þessi litla tímasprengja, virðist kalla eftir athygli minni, segjandi; en samt!! þetta er það sem mig virkilega langar, afhverju hlustarðu ekki á mig? Ekkert meikar sens, og þó svo ég telji mig synda gegn straumnum, virðist ég synda með honum, það er svo margir að synda sömu leið og ég!!
Afhverju, get ég ekki byrjað á byrjuninni og unnið mig að endinum?

Um mikilvægi þess að leggja fræðin á minnið

Fræðin upphefja hugsun mína, rétt eins og tískublöðin upphefja hugmyndir mínar um hönnun.

Ég er ekki svo hrifin af því að leggja á minnið, hver sagði hvað og hvenær, heldur hallast ég frekar að áheyrn/kynningu á hugmyndum og hugsunum sem hafa áhrif á mínar hugmyndir og hugsun. Þannig get ég, þegar vel lætur, vitnað í þær hugmyndir og þá hugsmiði sem áhrif hafa á hugmyndir mínar og skoðanir. Að öðruleit, er mér sama um fræðin. Ekki svo að skilja að ég telji þau til óþurftar, þvert á móti, fyrir þann sem áhuga hefur á því að kafa ofaní fræðin, hugsmiðina og hugmyndir þeirra, þá vona ég að þeir njóti vel, rétt eins og sundmaðurinn nýtur sundsins og sundlaugarinnar og reiðmaðurinn hestins og útreiðarinnar.

En ég er meira fyrir skerpun hugsunar og þess sem kalla mætti “að hugsa” frekar en að leggja á minni annara hugsanavinnlsu. Þannig mætti segja að ég aðhyllist vinnsluminnið fram yfir harðadrifið, ef rétt er farið með hugtökin. Það sem ég á við er að ég er hrífst af ferlinu að hugsa, þar sem ólíkar hugmyndir, reynsla, þekking og guð má vita hvað, versus minni, overloadi af upplýsingum sem eru bara þarna. Ég finn sjálfa mig stundum fara yfir tölfuna mína og velta fyrir mér; “hvað er þetta, og þetta. Þarf ég allt þetta til þess að geta athafnað mig þarna?” Ég stórefa það, og á stundum hef ég eytt hinu og þessu og það hefur bara bætt vinnsluminnið í tölfunni minni, ef eitthvað er.

Á dögum internetsins, þá hefur mér dottið í hug að hafa samband við strákana sem ég þekki og voru að vinna við þennan “matrix-heim”, og spyrja þá, hvaða fræði voru á baki hugmyndir þeirra. Ég efa að þau fræði hafi verið eitthvað í samanburði við akademísk fræði, enda flestir löngu hættir í námi og farnir að fikra sig áfram í að koma hugmyndum sínum í verk. Og þá spyr ég, eru fræðin ekki ofmetin? Það sem ég á við er, eru fræðin ekki ofmetin við skerpun hugsunar, dýpkun þekkingar og vitsmuna? Ég er ekki svo viss um að ég þurfi að muna allt það sem fræði segja mér til þess að hafa skarpa hugsun og réttmæta varðandi ákveðin viðfangsefni, þó þau vissulega upphefji hana þau fáu eða mörgu skipti sem ég rýni í þau. Ég þarf einfaldlega ekki að leggja þau á minnið, ég hef uppflettirit og internetið til þess að styðjast við þegar lífið liggur við.

Það er af þessum sökum sem ég hef mál mitt á þessum orðum að fræðin upphefji hugsun mína en það að leggja þau á minnið kæfir hugsun mína. Sumir hafa bara einfaldlega stærri harðan disk en aðrir!!