Um mikilvægi þess að leggja fræðin á minnið

Fræðin upphefja hugsun mína, rétt eins og tískublöðin upphefja hugmyndir mínar um hönnun.

Ég er ekki svo hrifin af því að leggja á minnið, hver sagði hvað og hvenær, heldur hallast ég frekar að áheyrn/kynningu á hugmyndum og hugsunum sem hafa áhrif á mínar hugmyndir og hugsun. Þannig get ég, þegar vel lætur, vitnað í þær hugmyndir og þá hugsmiði sem áhrif hafa á hugmyndir mínar og skoðanir. Að öðruleit, er mér sama um fræðin. Ekki svo að skilja að ég telji þau til óþurftar, þvert á móti, fyrir þann sem áhuga hefur á því að kafa ofaní fræðin, hugsmiðina og hugmyndir þeirra, þá vona ég að þeir njóti vel, rétt eins og sundmaðurinn nýtur sundsins og sundlaugarinnar og reiðmaðurinn hestins og útreiðarinnar.

En ég er meira fyrir skerpun hugsunar og þess sem kalla mætti “að hugsa” frekar en að leggja á minni annara hugsanavinnlsu. Þannig mætti segja að ég aðhyllist vinnsluminnið fram yfir harðadrifið, ef rétt er farið með hugtökin. Það sem ég á við er að ég er hrífst af ferlinu að hugsa, þar sem ólíkar hugmyndir, reynsla, þekking og guð má vita hvað, versus minni, overloadi af upplýsingum sem eru bara þarna. Ég finn sjálfa mig stundum fara yfir tölfuna mína og velta fyrir mér; “hvað er þetta, og þetta. Þarf ég allt þetta til þess að geta athafnað mig þarna?” Ég stórefa það, og á stundum hef ég eytt hinu og þessu og það hefur bara bætt vinnsluminnið í tölfunni minni, ef eitthvað er.

Á dögum internetsins, þá hefur mér dottið í hug að hafa samband við strákana sem ég þekki og voru að vinna við þennan “matrix-heim”, og spyrja þá, hvaða fræði voru á baki hugmyndir þeirra. Ég efa að þau fræði hafi verið eitthvað í samanburði við akademísk fræði, enda flestir löngu hættir í námi og farnir að fikra sig áfram í að koma hugmyndum sínum í verk. Og þá spyr ég, eru fræðin ekki ofmetin? Það sem ég á við er, eru fræðin ekki ofmetin við skerpun hugsunar, dýpkun þekkingar og vitsmuna? Ég er ekki svo viss um að ég þurfi að muna allt það sem fræði segja mér til þess að hafa skarpa hugsun og réttmæta varðandi ákveðin viðfangsefni, þó þau vissulega upphefji hana þau fáu eða mörgu skipti sem ég rýni í þau. Ég þarf einfaldlega ekki að leggja þau á minnið, ég hef uppflettirit og internetið til þess að styðjast við þegar lífið liggur við.

Það er af þessum sökum sem ég hef mál mitt á þessum orðum að fræðin upphefji hugsun mína en það að leggja þau á minnið kæfir hugsun mína. Sumir hafa bara einfaldlega stærri harðan disk en aðrir!!