Hef ég valið rétt?

Hef ég valið rétt í lifinu, eða hafði ég ekkert um val mitt að segja. Er allt bundið í hlekki sem ákvarða val manns í hvert sinn sem maður stendur fyrir framan það? Henry Bergson, velti þessu fyrir sér og fangaði athygli mína. Innra með mér er ég eins og tímasprengja, langar að gera hitt og þetta og gæti það sjálfsagt, en aftur á móti er eins og aðdráttarafl jarðarinnar, eða meira svona vefur tilviljanna, hvar ég er stodd hverju sinni og hver ég er í það sinnið sem veldur vali mínu. Við erum vefur, en þessi litla tímasprengja, virðist kalla eftir athygli minni, segjandi; en samt!! þetta er það sem mig virkilega langar, afhverju hlustarðu ekki á mig? Ekkert meikar sens, og þó svo ég telji mig synda gegn straumnum, virðist ég synda með honum, það er svo margir að synda sömu leið og ég!!
Afhverju, get ég ekki byrjað á byrjuninni og unnið mig að endinum?