Hvenær veit maður að maður er að gera rétt?

Hvenær veit maður að maður er að gera rétt í lífinu? Og, hvenær
viðurkennir maður það fyrir öðrum að maður hefur ekki hugmynd um
hvort maður sé að gera rétt? Er maður að gera rétt ef maður gerir
allt sem manni er sagt að gera eða skiptir máli að maður gerir eins og manni
finnst maður ætti að gera? Er allt hið gamla og góða  það eina rétta eða er það sem hver og einn lætur til sem gerir gæfumuninn? Hvenær veit maður að maður er
að gera rétt og hvenær  er maður að endurtaka það sem manni er sagt að
sé rétt? Hvenær er eitthvað rétt og hvenær er eitthvað rétt afþví að
það er búið að ákveða að það sé rétt?

Ég velti þessu fyrir mér. Geri ég rétt ef ég geri allt eins og mér er
sagt, eða getur verið að ég geri rétt þegar ég geri eitthvað í krafti
þess sem ég tel rétt? Hvað er þá, sem skilur mig af frá þeim sem tekur
ákvörðun um að gera eitthvað sem særir og því sem ég tek ákvörðun um að gera
í krafti þess að ég tel að sé rétt? Hver veit, hvenær eitthvað er rétt
og hvenær ekki? Er það sameiginleg ákvörðun einhverra fárra, eða
allra og þá hvernig? Er það hægt,  þar sem mönnum greinir á um hvað er
rétt? Er nokkurn tíman hægt að gera nokkuð rétt? Stundum finn ég mig
í samtali með öðrum sem telja eitt rétt fram yfir annað. Hvað er það
sem ég hef þar af leiðandi rangt fyrir mér ef okkur greinir á um einhver atriði um rétt og rangt . Ef einn segir þetta er rétt og annar eitthvað annað, hvernig veit ég þá hið rétta. Þetta ruglar mig í ríminu, og ég viðurkenni það, um hvað mér ber að gera.
Ég hreinlega veit það ekki og það sem mér finnst í krafti
sannfæriningar minnar stangast kannski á við það sem í krafti, einhvers, því ég veit ekki hvers, viðtekið telst  rétt.

Ég er týnd, og ég viðurkenni það. Ekki eru þjófélagsmálunum um að kenna þau endurspegla meira svona það sem ég er að segja.  Enginn virðist vita neitt um
neitt og þar af leiðandi er ég ekki einu sinni vissu um eitt eða
neitt. Á ég að læra eitthvað utanbókar og mun það fleyta mér áfram í
átt til réttrar breytni eða er það hin frjóa hugsun, ef svo má að
orði komast, sem færir mig nær því sem réttast er? Ég framkvæmi í
krafti sannfæringar minnar, en hvað ef sannfæring mín er úr takti við
það sem viðurkennt er. Og þá spyr ég aftur, viðurkennt af hverjum? Kannski einhverjum sérfræðingum sögunnar! Höfðu þeir þá eitthvað fram
yfir mig sem leyfir þeim að hafa rétt fyrir sér og mér ekki? Er ég í
lagi eða er ég out of this world?

Því spyr ég, eins og ég hafi ekki spurt um neitt nú þegar, hvenær veit maður hvort ákvarðanir manns um hvenig á að
gera hlutina, eru réttir og hvenær er maður búinn að missa vitið
gagnvar ávörðunum sínum?

Ég bara spyr?

Ummæli

 1. Dorie:

  Good words.

 2. Sæþór:

  Mikið skil ég þig:)…lausnin mín er í orðunum, að allt er afstætt en afstöðu er hægt taka gagnvart tilbúningi manna.

 3. drifa71:

  Ég er hins vegar ekki alveg sammál að allt sé afstætt!
  Að taka afstöðu gagnvart “tilbúningi annar” felur ekki í sér afstæði, heldu ólíku sjónarmiði!
  Er það ekki einmitt máli, að læra að sjá ólík sjónarmið?

 4. Sæþór:

  “Tilbúningur manna” er allt sem menn hafa skapað frá fyrstu hugsun til dagsins í dag, þar á meðal sjónarmið.En HÆGT er að taka afstöðu ganvart “tilbúningi manna” en afstaða þess sem skapaði tilvist er að alltaf afstæð.Hvorugt okkar hefur rétt fyrir sér eða rangt fyrir sér, það bara “er”. :)