Verkefnaskil!

Að skila verkefnum er eitthvað sem ég á mjög erfitt með og sést það best á ólokinni BA ritgerð og ólokinni M.Ed. ritgerð. Og núna hangir B.S. ritgerð yfir mér, ja kannski ekki strax en þessir litlu áfangar sem ég verð að klára fram að jólum áður en hægt er að hella sér út í enn eina lokaritgerðina, sem hvað svo, verður ekki skilað?
Nú sit ég yfir verkefni sem skila átti þann 19. nóv. Ekki afþví að mér finnst verkefnið erfitt, þvert á móti, heldur er þetta eitthver annar fjandi sem heldur mér í heljargreipum og neitar að leyfa mér að halda áfram!
AGALEYSIÐ!!
Já, gæti það verið agaleysið sem hrjáir verkefna-skila-gleðina? Hræðsla við að let go? Gæti verið! Eða, hefur rökhugsun minni tekist að sjá tilgangsleysið í öllum þessum litlu verkefnum, og þá er spurning hvort eitthvað sé að rökhugsunininni!! Eða, gæti verið að verkefnin þjóni ekki þeim tilgangi sem settur er fram að þau geri og ég hafi bara hreinlega uppgötvað það með þeim afleiðingum a’ núna streitist ég á móti við að skila tilgangslaustum verkefnum!!
En, hver er ég að dæma verkefnin, ég sem get ekki einu sinni skila þeim vegna einhverrar tregðu sem er mér óskiljanleg.
Ég náði að sannfæra sjálfa mig í heimspekinámi mínu fyrir 15 árum síðan að ég vildi ekki láta meta mig eftir gráðum sem mér hefði tekist að kaupa mig í gegnum með því að þóknast einhverjum prófessorum (ekki svo að skilja að ég hafi eitthvað á móti þeim, þvert á móti) heldur eftir verðleikum. Sú skoðun situr ennþá föst í mér og gæti m.a. haft áhrif á afkastagetuna og stundvísina við að skila verkefnum! En, ég gæti náttúrulega verið að halda á lofti slakri skoðun.
Mig vantar að einhverjum takist að sannfæra mig um tilgang verkefnaskila, því eins og er virka þau sem þrándur í götu minni og þjóna þeim tilgangi einum að eyðileggja upplifun mína af lífinum. Já, ég hata lífið útaf þessum verkefnaskilum!!
Ég get svosem druslast til að klára þetta og skilað því, en þá taka bara einhver önnur leiðindi við eins og einkunnagjöfin fyrir verkefnið sem oft á tíðum virðist markast af einhvers konar geðþótta þess sem gefur fyrir það. Um daginn fékk ég einkunn, sem ég var hudnóánægð með, fyrir verkefni, sérstaklega með tilliti til þess að ég fékk góða umsögn, ítarleg umfjöllun en markmviss, gagnrýnin góð áhugaverðir punktar! Þannig hvað var málið? Jú, ég skal segja ykkur það! Það var yfirlesturinn sem fór fyrir ofan garð og neðan vegna tímaskorts og verkefnaskilafælni sem orskaði tímahrak. Innhaldið fékk ekki að ráða ríkjum við einkunnargjöfina heldur málfarið sem á stundum var ekki fullkomið en svona almúgalegt!! Þannig að niðurstaða mín verður allt í einu sú að það skiptir sem sagt ekki máli hvað er sagt í þessum verkefnum heldur hvernig!!
Málefnið víkur fyrir málfarið!
Hvað finnst ykkur um það?
Ég bara spyr!
Hafa verður í huga að ég er fyrst og fremst pirruð út í sjálfa mig fyrir athafnarleysið en ekki út í kennara mína og hvet ég alla sem nenna að lesa þetta að hafa það í huga að þetta er ekki áfellisdómur á kennara mína, en gæti verið dómur á markmið náms í Háskólanum og leiðir við að ná þessum markmiðum! Eða hvað?